„Vinnan gerir mig að betri mömmu“

Gabrielle Union og Dwyane Wade ásamt dóttur sinni.
Gabrielle Union og Dwyane Wade ásamt dóttur sinni. AFP

Leikkonan og Americas Got Talent dómarinn Gabrielle Union segir í viðtali við Us Weekly að það gerir hana að betri mömmu að geta farið út og sinnt vinnu sinni. Union hefur verið gagnrýnd fyrir að snúa til vinnu þegar dóttir hennar var aðeins 9 mánaða gömul. 

Union eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember síðastliðinn ásamt eiginmanni sínum körfuboltamanninum Dwayne Wade. Þau notuðust við staðgöngumóður en í bók sinni We're Going To Need More Wine sagði Union frá ófrjósemi sinni, en hún hefur misst fóstur 8 til 9 sinnum að eigin sögn. 

„Ég er ekki með mömmu-samviskubit og ég skal segja þér af hverju. Að geta farið í vinnu sem ég elska og eiga barn drauma minna er frábært. Ég er betri mamma þar sem ég get farið í burtu og gert það sem ég elska. Jafnvel þó mér mistekst er ég að elta drauma minna. Ég væri verri móðir ef ég færi ekki út með það að markmiði á hverjum degi að láta drauma mína og annarra rætast. Þannig ég er ekki með samviskubit,“ sagði Union.

Wade og Union eiga samanlagt fjögur börn, en Wade átti þrjú börn úr fyrri samböndum þegar þau tóku saman. 

mbl.is