Fyrsta ljósmyndin með öllum börnunum

Kim Kardashian West með Psalm 3 mánaða, Chicago 19 mánaða, …
Kim Kardashian West með Psalm 3 mánaða, Chicago 19 mánaða, Saint 3 ára og North 6 ára. Skjáskot/Instagram

Kim Kardashian West er í sumarleyfi á Bahamas um þessar mundir með fjölskyldunni. Hún birti ljósmynd af sér með börnum sínum fjórum á samfélagsmiðlum nýverið þar sem hún greindi frá því hversu mikið mál er að ná öllum börnunum saman á mynd.

Á ljósmyndinni má sjá móðurina klædda í stíl við dætur sínar tvær; þær Chicago og North. Piltarnir tveir eru í fallegum grænum sundfatnaði. 

Á vefsvæði Mirror er fjallað um umbúðir á fæti North sem benda til þess að hún hafi slasað sig á fæti. Kardashian West segir að dóttirin sé með umbúðirnar meira til gamans heldur en að hún þurfi á þeim að halda. 

View this post on Instagram

‪Bahamas 🇧🇸 Pics Coming Up! I thought taking a pic with three kids was hard OMG this is almost impossible! ‬

A post shared by Kim Kardashian West (@kimkardashian) on Aug 21, 2019 at 12:40pm PDT

mbl.is