Að verða mamma breytti hvernig hún leikur

Leikkonan Jennifer Love Hewitt á tvö börn.
Leikkonan Jennifer Love Hewitt á tvö börn. mbl.is/AFP

Leikkonan Jennifer Love Hewitt segir að móðurhlutverkið hafi breytt því hvernig hún kemur fram fyrir framan kvikmyndatökuvélarnar. 

„Ég held að áður en ég varð foreldri, ást var eitthvað sem hljómaði fallegt og var þarna úti og birtist í kvikmyndum og ég fann fyrir henni þegar ég hitti eiginmann minn, sagði leikkonan í viðtali við Us Weekly

„Síðan byrjuðum við strax að eignast börn og ástin sem ég fann gagnvart þessari manneskju sem gaf mér þann draum að eignast börn og ástin sem ég ber til barnanna minna, það opnar mann þannig að maður verður mun viðkvæmari en maður gat ímyndað sér,“ sagði Hewitt.

Hin fertuga leikkona á tvo börn, hina 5 ára gömlu Autumn og hinn 4 ára gamla Atticus, með eiginmanni sínum, leikaranum Brian Hallisay. Þau hjónin léku bæði í þáttunum The Client List.

mbl.is