Vill ekki að barnsmóðir hans fái mænudeyfingu

Shay Mithcell vill fá mænudeyfingu.
Shay Mithcell vill fá mænudeyfingu. mbl.is/AFP

Matte Babel kærasti leikkonunnar Shay Mitchell vill ekki að hún fái mænurótardeyfingu þegar hún fæðir dóttur þeirra. 

Mitchell og Babel eiga von á sínu fyrsta barni á næstu mánuðum. Þau ræddu fæðinguna í nýju youtubemyndbandi á rás Mitchell. 

Þar segist hann ekki vilja að hún fái mænurótardeyfingu í fæðingunni af því að hann sé hræddur við lyf. Hún vill hins vegar mænurótardeyfingu ef hún þarf á henni að halda. 

„Mamma mín fékk ekki mænurótardeyfingu. Ég hitti reglulega konur sem völdu að fá ekki slíka deyfingu,“ sagði Babel. Þá spyr Mitchell hann hvort hann myndi fá rótarfyllingu án deyfingar. Þá segir Babel, sem hefur fengið mikla athygli:

„Rótarfylling er ekki sambærileg, því við erum ekki fædd til að fá rótarfyllingu. Sem kona þá er líkami þinn hannaður til að ganga í gegnum fæðingu,“ sagði Babel. Svar hennar var að hann gæti þá gengið með næsta barn.mbl.is