Mamma lék eftir bikinímyndir dóttur sinnar

Mamma með húmor hermdi eftir myndatökum dóttur sinnar.
Mamma með húmor hermdi eftir myndatökum dóttur sinnar. Skjáskot/Instagram

Hin breska Alexa Stark ferðaðist til Murcia á Spáni á síðasta ári og tók að sjálfsögðu nokkrar góðar bikinímyndir og birti á samfélagsmiðlum. Nýlega fór mamma hennar á sama stað og gerði góðlátlegt grín að dóttur sinni með því að taka eins myndir með vinkonum sínum. 

Stark birti myndirnar af sér og vinkonum sínum og myndirnar af mömmu sinni og vinkonum hennar á Twitter. Myndasyrpan hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlinum og mamman fengið mikið hrós á Twitter. mbl.is