Á von á sjötta barninu á níu árum

James van Der Beek.
James van Der Beek. AFP

Fyrrverandi Dawson's Creek-stjarnan James van Der Beek á von á sínu sjötta barni með eiginkonu sinni Kimberly van Der Beek. Það verður nóg að gera hjá van Der Beek-hjónunum á næstunni en elsta barnið er fætt árið 2010 en það yngsta árið 2018. 

Leikarinn greindi frá gleðifréttunum á Instagram en tökulið frá þættinum Dancing With the Stars fór með hjónunum í fyrstu skoðunina og mynduðu þegar hjónin sáu hjartsláttinn.

Hollywood-stjarnan segir að þrátt fyrir barnalánið hafi þau hjónin ekki alltaf gengið út úr fyrstu skoðun með gleðitár og því voru þau tilbúin að láta mynda ferðalagið hver sem útkoman yrði. 

„Ég hef farið í þrjá svona tíma til þess eins að komast að því að það er enginn hjartsláttur eða ekkert barn,“ skrifar leikarinn um leið og hann deildi gleðifréttunum.

Hann er ekki sáttur við orðið sem notað er fyrir fósturlát á ensku eða miscarriage. Segir hann að fósturlát sé eitthvað sem fólk talar sjaldan um. Hann vill þó skömmina burt og segir eðlilegt að syrgja. Hann segir þau hjónin hafa ákveðið að sýna þessa viðkvæmu stund í sjónvarpi til þess að leggja sitt af mörkum. Van Der Beek-hjónin vilja að fólk hætti að finna fyrir tilgangslausri skömm og hvetja fólk um leið til að opna sig um reynsluna við vini og vandamenn. 

View this post on Instagram

Thrilled beyond belief to announce that another little bundle of joy has picked us to be their family. We chose to have our first ultrasound on camera with our #DWTS crew capturing the result - something I NEVER thought we’d ever do... but @vanderkimberly and I have been through three of those first appointments to discover either no heartbeat, or no baby, and she wanted to share this moment. Miscarriage (a word that needs a replacement - nobody failed to “carry”, these things sometimes just happen) is something that people rarely talk about, and often go through in secret. But there needs to be zero shame around it, or around giving yourself the time and space to grieve. We decided to put ourselves out there - not knowing what we’d find - in an effort to chip away at any senseless stigma around this experience and to encourage people who might be going through it to open themselves up to love & support from friends and family when they need it most. Happily, for us - this time- we walked out with tears of joy. #AndThenIDancedAQuickStep. • Pic by @jilliangoulding

A post shared by James Van Der Beek (@vanderjames) on Oct 7, 2019 at 5:28pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert