Hver passar Georg, Karlottu og Lúðvík?

Krakkarnir eru í góðum höndum í London á meðan mamma …
Krakkarnir eru í góðum höndum í London á meðan mamma og pabbi eru í Pakistan. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja eru í opinberri heimsókn í Pakistan um þessar mundir. Ekkert barna þeirra er með í för og því velta eflaust einhverjir því fyrir sér hvar börnin séu og hver sé að passa þau.

Þau Georg, Karlottu og Lúðvík litli eru heima í London á meðan foreldrarnir sinna skyldum sínum í Mið-Austurlöndum. Foreldrar Katrínar, þau Mike og Carole Middleton, eru við stjórnvölinn á meðan ásamt barnfóstrunni Mariu Teresu Turrion Borrallo. 

Vilhjálmur og Katrín skipulögðu ferðina svo þau fylgdu Georg og Karlottu í skólann á mánudagsmorgun og lentu svo í Pakistan að kvöldi til. 

Georg og Karlotta hafa fylgt foreldrum sínum í opinberar heimsóknir á síðustu árum, en nú eru þau byrjuð í skóla og þar má ekki missa mikið úr. Þau fóru meðal annars til Þýskalands og Póllands árið 2017 með foreldrum sínum og til Kanada árið áður. Lúðvík litli hefur ekki enn fengið að fara í opinbera heimsókn, ólíkt frænda sínum Archie sem fór í sína fyrstu opinberu heimsókn til Suður-Afríku fyrr í mánuðinum. 

mbl.is