Eignuðust þriðju dótturina

Blake Lively og Ryan Reynolds eiga nú þrjár dætur.
Blake Lively og Ryan Reynolds eiga nú þrjár dætur. AFP

Leikarahjónin Ryan Reynolds og Blake Lively eignuðust þriðju stelpuna nú í haust. Í færslu á Twitter birti Reynolds mynd af sér og eiginkonu sinni ásamt nýja barninu og skrifaði undir að hann vildi að dætur hans fengju að upplifa náttúruna á sama hátt og hann gerði þegar hann var barn.

Hjónin hafa haldið fæðingu dóttur sinnar leyndri og aðeins í síðustu viku bárust fréttir af því að hún hafi komið í heiminn fyrir um tveimur mánuðum. Þá gáfu þau ekki upp kyn eða nafn barnsins. Fyrir eiga þau dæturnar Inez tveggja og hálfs árs og James fjögurra og hálfs árs. 

mbl.is