Hvað er hægt að gera í vetrarfríinu?

Hægt er að skella sér í sund í vetrarfríinu.
Hægt er að skella sér í sund í vetrarfríinu. Ljósmynd/Skapti Hallgrímsson

Vetrarleyfi grunnskóla Reykjavíkurborgar hefst fimmtudaginn 24. október og lýkur mánudaginn 28. október. Það er engin ástæða til þess að hanga bara heima í tölvunni eða fyrir framan sjónvarpið en Reykjavíkurborg býður upp á fjölbreytta og ókeypis dagskrá fyrir alla fjölskylduna þessa þrjá daga. 

Í frístundamiðstöðvum er hægt að finna skemmtilega afþreyingu. Á fimmtudaginn er meðal annars boðið upp á bingó og kleinuhringjagerð. Einnig er hægt að taka þátt í spurningakeppni í Vesturbæjarlaug en frítt er í Sundhöll Reykjavíkur og Vesturbæjarlaug milli 14 og 16. 

Í haustfríinu fá fullorðnir í fylgd með börnum frítt inn á Kjarvalsstaði, Ásmundarsafn, Hafnarhús, Árbæjarsafn, Landnámssýninguna í Aðalstræti, Ljósmyndasafnið og Sjóminjasafnið. Einnig er að finna fjölbreytta dagskrá á bókasöfnum Reykjavíkur. 

Nánari upplýsingar má finna hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert