Mætt í afmælispartý nokkrum dögum eftir fæðingu

Pretty Little Liars-stjarnan Shay Mitchell var mætt í partý á …
Pretty Little Liars-stjarnan Shay Mitchell var mætt í partý á miðvikudagskvöldið. AFP

Leikkonan Shay Mitchell og kærasti hennar Matte Babel mættu saman í afmælisveislu tónlistarmannsins Drake á miðvikudagskvöldið í Los Angeles. Þá voru aðeins þrír dagar síðan þau tilkynntu um fæðingu fyrsta barns síns. 

Mitchell og Babel dönsuðu og skemmtu sér vel að sögn sjónarvotta en Mitchell setti einnig inn myndband af þeim að dansa í afmælinu. Heimildarmaður Us Weekly sagði að Mitchell liti ekki út fyrir að hafa fætt barn nýlega og bætti við að parið liti mjög hamingjusamt út.

Fæðingin tók 33 klukkustundir og birti Mitchell fæðingarmyndband á YouTube-rás sinni fyrr í vikunni. 

Skjáskot úr myndbandinu sem Mitchell setti inn á Instagram.
Skjáskot úr myndbandinu sem Mitchell setti inn á Instagram. skjáskot
mbl.is