Haukur Örn missti tvíbura í síðustu viku

Haukur Örn Birgisson.
Haukur Örn Birgisson. Mynd/GSÍ.

Haukur Örn Birgisson lögmaður segir frá því í Bakþönkum sínum í Fréttablaðinu að hann hafi komið tómhentur heim af fæðingardeildinni. 

„Í síðustu viku eignaðist ég tvíburadrengi og í síðustu viku missti ég tvíburadrengi. Eineggja létust þeir í ljúfum móðurkviði eftir fimm og hálfs mánaðar legu. Þegar ég hélt að við værum komin fyrir vind þá hætti lífið í maganum. Fyrirvaralaust var fótunum kippt undan. Það var sárt að horfa á þá, liggjandi í vöggu sinni, og hugsa til alls þess sem við þremenningarnir fórum á mis við,“ segir Haukur Örn í Bakþönkunum. 

Hægt er að lesa þá í heild sinni HÉR. 

mbl.is