Sex mánaða Archie ótrúlega gáfaður

Archie með mömmu sinni og pabba, Harry og Meghan, í …
Archie með mömmu sinni og pabba, Harry og Meghan, í Suður-Afríku í lok september. AFP

Sonur hertogahjónanna af Sussex, Archie Harrison, er orðinn sex mánaða og virðist hann dafna vel ef marka má heimildarmann Us Weekly. Archie er ekki bara byrjaður að hreyfa sig heldur er hann einnig byrjaður að reyna að tala. 

„Hann er sterkt ungabarn og þú getur séð á honum að hann er ótrúlega gáfaður,“ sagði heimildarmaðurinn. „Hann getur sest upp án aðstoðar og velt sér og hann er næstum því byrjaður að skríða. Hann getur enn ekki talað en hann er að reyna.“

Málglaði heimildarmaðurinn giskar á að fyrsta orð Archie verði „dada“. Ekki bara vegna þess að það er algengt orð hjá ungabörnum heldur einnig vegna þess að Archie er sagður lifna allur við þegar hann sér föður sinn Harry Bretaprins. Archie er sagður vera mjög spenntur og teygir út hendurnar eins og hann sé að reyna að segja: „Viltu halda á mér.“

Archie litli dafnar vel.
Archie litli dafnar vel. AFP

Archie er sagður vera ánægðastur í kringum fólk, er ekki mannafæla auk þess sem hann grætur sjaldan. Hann er sagður byrjaður að taka vel eftir umhverfi sínu og á í samskiptum við annað fólk. 

Foreldrarnir, Harry og Meghan, eru sögð vera himinlifandi með frumburð sinn. Hann hagar sér vel og sefur alla nóttina. Hefur svefn Archie haft góð áhrif á hjónabandið en það gat verið erfitt á köflum þegar þau sváfu lítið eftir fæðingu Archie. 

mbl.is