Þekktur mömmu-áhrifavaldur afhjúpaður

Simon og Clemmie Hooper eru með mörg hundruð þúsund fylgjendur …
Simon og Clemmie Hooper eru með mörg hundruð þúsund fylgjendur á Instagram. skjáskot/Instagram

Mömmu-áhrifavaldurinn, Clemmie Hooper, sem heldur úti Instagram-reikningnum mother_of_daughters, afhjúpaði sjálfa sig á dögunum sem nettröll. Clemmie hélt úti aðganginum aliceinwanderlust, þar sem hún hefur hraunað yfir aðra mömmu-áhrifavalda síðustu mánuði. 

Clemmie er með um 665 þúsund fylgjendur á Instagram og vinsæl víða um heim, meðal annars hér á Íslandi. Eiginmaður hennar, Simon Hooper, heldur úti reikningnum father_of_daughers og er hann með eina milljón fylgjenda. Bæði hafa þau sýnt mikið frá öfundsverðu fjölskyldulífi sínu í gegnum árin. 

Clemmie er ljósmóðir og ákvað að byrja að blogga árið 2011 þegar hún eignaðist sitt annað barn. Þau eiga fjögur börn saman.

Á síðustu mánuðum hefur Clemmie á reikningi Aliceinwanderlust gagnrýnt og hraunað yfir áhrifavalda sem eru í samkeppni við hana. Áhrifavaldarnir Bethie Hungerford og Laura Rutherford hafa meðal annars verið hennar helstu skotmörk. 

Einhverja var farið að gruna að Clemmie væri á bakvið reikninginn þar sem hún fékk aldrei neikvæðar athugasemdir frá henni. Clemmie greindi svo sjálf frá því á sínum miðli að hún stæði bakvið reikninginn. 

Hún sagði í langri færslu, sem hún hefur nú eytt, að hún hafi stofnað reikninginn eftir að hafa fengið ljótar athugasemdir á reikninginn sinn. Síðan hafi hlutirnir gerst hratt og áður en hún vissi af var hún farin að skrifa niðrandi færslur um keppinauta sína. 

„Að taka þátt í þessu voru mikil mistök. Ég mun axla ábyrgð fyrir þetta og ég er miður mín að hafa sært alla í þessu máli, þar á meðal fjölskyldu mína og vini,“ skrifaði Clemmie.

Simon staðfesti það einnig í færslu um helgina. Hann sagðist ekki vilja biðjast afsökunar á gjörðum eiginkonu sinnar né verja hana. Hann segir að hann hafi ekki haft hugmynd um hvað eiginkona hans hafi verið að gera og vildi óska þess að hún hefði frekar talað við hann en að gagnrýna aðra undir huldunafni. Aliceinwanderlust hafði meðal annars gagnrýnt hann.

View this post on Instagram

So, some people in this corner of the internet may want to know my response to what’s happened over the last couple of days. Frankly, I'm in a crap position as I only really have 2 options - 1). to stay silent to protect my wife & knowing that if I do, the silence will be deafening or 2). to comment on something I had no knowledge of. It's not a fun place to be. And yet fun is what I can to Instagram for. I don’t take myself or life too seriously, but when something like this happens I have to acknowledge it and in all honesty, I'm feeling both angry & a bit sad. I can't condone or fully understand why Clemmie did what she did. Make no mistake about it - she made some bad choices - I just wish she could have spoken to me about this before it all got too much. Actually, If we're wishing for things, I wish it had never happened in the first place. I’ve seen first hand what 3 years of being attacked online can do to a person and the dark places it can drive you to – I guess whereas I can happily ignore it all, she couldn’t & ended up getting lost. To be clear, I’m not here to defend my wife’s actions or provide excuses because I have none. What I do know is that online actions have real world consequences - this has impacted our family & it will take some time to recover. That said, away from these squares, the world keeps spinning, the leaves are turning & we have 4 girls that need their parents. I'll be here tomorrow doing what I do.

A post shared by Simon, also known as FOD (@father_of_daughters) on Nov 9, 2019 at 12:04pm PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert