Jólasveinar komu í snemmbúna heimsókn

Jólasveinarnir kíktu snemma í heimsókn í Hádegismóa í gær.
Jólasveinarnir kíktu snemma í heimsókn í Hádegismóa í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hin árlega Disney jólagleði var haldin hátíðleg í Hádegismóum í gær. Þessi hefð hefur skapast þegar Jólasyrpa ársins kemur út og er Disney-áskrifendum og viðskiptavinum Eddu boðið að koma í heimsókn og fá sér heitt kakó og piparkökur auk þess að nýta sér fjölda góðra tilboða í leiðinni.

Líkt og áður tókst að lokka jólasveinana til byggða fyrr en venja er og litu þeir við og skemmtu ungum sem öldnum. Fjölmargir komu og tóku þátt í jólagleðinni og var stemningin góð - eins og sjá má á myndunum.

Berglind Hreiðarsdóttir kynnti bók sína.
Berglind Hreiðarsdóttir kynnti bók sína. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is