Eignaðist annað barn með fyrrverandi

Chris Brown eignaðist sitt þriðja barn á dögunum.
Chris Brown eignaðist sitt þriðja barn á dögunum. AFP

Rapparinn Chris Brown og fyrrverandi kærasta hans Ammika Harris eru ekki hætt að eignast börn saman þótt þau séu hætt saman. Þau eignuðust sitt annað barn saman á dögunum en fyrir eiga þau einn son. 

Brown og Harris deildu bæði fréttum af fæðingu barnsins á samfélagsmiðlum en það kom í heiminn 20. nóvember.

Staðfest var í júní að þau Brown og Harris ættu von á barni saman, en þá höfðu þau ekki verið í sambandi um nokkurra mánaða skeið. Þetta er þriðja barn Brown sem á einnig 5 ára gamla dóttur með Nia Guzman. 

View this post on Instagram

11-20-2019

A post shared by CHRIS BROWN (@chrisbrownofficial) on Nov 20, 2019 at 10:10pm PST

mbl.is