Brutu allar reglur sem nýbakaðir foreldrar settu

Ömmurnar og afarnir brutu allar reglur sem hinir nýbökuðu foreldrar …
Ömmurnar og afarnir brutu allar reglur sem hinir nýbökuðu foreldrar höfðu sett. Ljósmynd/Thinkstock

Nýbakaðir foreldrar svífa oftar en ekki um á bleiku skýi fyrstu dagana og vikurnar eftir að þeir eignast sitt fyrsta barn. Oft vilja ömmurnar og afarnir vera þau fyrstu sem fá að sjá barnið. Aðrir ættingjar vilja auðvitað líka fá að sjá barnið og oft hreinlega streymir fólk í heimsókn.

Það er misjafnt hvernig nýbakaðir foreldrar taka því og hafa margir foreldrar upplifað mikið áreiti rétt eftir fæðingu.

Nýbakaður faðir deildi sögu sinni í spjallþræði á Reddit þar sem hann sagðist hafa lagt almennar reglur fyrir fjölskyldu sína, foreldra og tengdaforeldra. Það virkaði þó ekki og komu ömmurnar og afarnir í heimsókn án þess að láta vita af sér fyrir fram. 

Nýbökuðu foreldrarnir komu sér saman um að vilja ekki fá neinar heimsóknir á spítalann fyrsta daginn. Síðan buðu þau fjölskyldunni að koma en að láta vita fyrir fram hvenær þau ætluðu að koma og báðu þau um að stoppa ekki of lengi. Í tölvupósti til sinnar nánustu fjölskyldu báðu þau um að enginn veikur kæmi og að engin börn undir 18 ára aldri væru tekin með í heimsókn. 

Eins og faðirinn bjóst við komu foreldrar hans í heimsókn án þess að láta vita af sér daginn eftir að barnabarnið kom í heiminn. Rúmlega klukkustund seinna komu svo tengdaforeldrar hans líka í heimsókn, með annað barnabarn. 

„Eiginkona mín sagði þeim að barnabarnið mætti ekki koma með. Barnabarnið fer svo að gráta og tengdamamma okkar fer að skamma okkur fyrir að leyfa ekki börn í heimsókn. Þá byrjar pabbi minn að segja að við séum of stjórnsöm,“ skrifaði faðirinn. 

Móðir hans sagði honum svo að þau væru mjög ókurteis og köld og að hún ætti ekki að þurfa að láta vita að hún ætlaði að koma að sjá barnabarnið sitt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert