Faldi óléttuna fram á 7. mánuð

Natalie Halcro er gengin 29 vikur.
Natalie Halcro er gengin 29 vikur. Skjáskot/Instagram

Natalie Halcro, raunveruleikaþáttastjarna og vinkona Kardashian-systra, faldi óléttuna sína fram á 7. mánuð. 

Halcro deildi fréttunum með fylgjendum sínum á Instagram á fimmtudag, en rúmar 3,7 milljónir fylgjast með henni þar. Halcro heldur úti raunveruleikaþáttunum Relatively Nat & Liv ásamt frænku sinni Oliviu Pierson.

Halcro er gengin 29 vikur en óljóst er hver faðirinn er þar sem hún hefur ekki verið í opinberu sambandi á síðustu mánuðum. Hún hefur birt fjölda mynda á Instagram á síðustu vikum og mánuðum þar sem ekki hefur sést að hún sé með barni.

Hún er mikil vinkona þeirra Kim og Khloé Kardashian sem báðar skrifuðu athugasemdir á Instagram-færsluna hennar þar sem þær óskuðu henni til hamingju og sögðust hlakka til að hitta ófætt barn hennar.

View this post on Instagram

One more reason to be thankful this year 🤍 #29weeks

A post shared by NATALIE HALCRO (@nataliehalcro) on Nov 28, 2019 at 2:15pm PST

mbl.is