Hætti að reykja til að kaupa jólagjafir

Charlie Lister er búin að kaupa um 100 jólagjafir handa …
Charlie Lister er búin að kaupa um 100 jólagjafir handa dóttur sinni. Ljósmynd/Pexels

Móðir í Bretlandi hætti að reykja í janúar á þessu ári svo hún gæti keypt fjölda gjafa handa dóttur sinni þessi jólin.

Hin 31 árs gamla Charlie Lister ákvað í ársbyrjun að þessi jól yrðu bestu jól sem 9 ára dóttir hennar myndi eftir. Það sem af er ári hefur hún eytt 2.200 pundum í jólagjafir og segist kaupa um það bil 1-2 gjafir á viku. 

Lister hefur barist í bökkum síðustu ár og unnið hin ýmsu láglaunastörf. Síðustu jól fékk dóttir hennar Evie aðeins nokkrar jólagjafir. Í ár mun Evie litla, sem á afmæli á jóladag, fá í kringum 100 jólagjafir frá móður sinni.  

Stærstu jólagjöfina mun hún fá 15. desember en þá hefur Lister bókað dagsferð til Laplands í Finnlandi fyrir þær mæðgur þar sem þær munu anda að sér jólaandanum. Lister gefur verið mjög útsjónarsöm og byrjaði að kaupa gjafir í janúar. Hún hefur nýtt sér allar þær útsölur sem hún hefur komist á og á meðal gjafanna er hjól og iPad. 

„Þetta virðist vera allt of mikið en það verður þess virði að sjá hversu glöð hún verður. Hún verður sú eina í fjölskyldunni sem fær svona mikið af gjöfum. Kærastinn minn, Keith, og synir hans, Tom og Jake 18 ára, munu ekki fá svona mikið,“ segir Lister í viðtali við The Sun

Hún segist vita að kannski sé hún að eyðileggja komandi ár, því hún getur ekki fengið svona mikið á hverju ári, en hún vilji samt ofdekra dóttur sína. 

Evie litla verður að öllum líkindum ánægð á jóladagsmorgun.
Evie litla verður að öllum líkindum ánægð á jóladagsmorgun. Ljósmynd/Pexels
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert