Hathaway búin að eignast barnið

Anne Hathaway á frumsýningu Amazon Prime-þáttaraðarinnar Modern Love.
Anne Hathaway á frumsýningu Amazon Prime-þáttaraðarinnar Modern Love. AFP

Leikkonan Anne Hathaway virðist vera búin að eignast sitt annað barn en hún sást á dögunum á gangi með barnavagn. 

Hathaway tilkynnti í júlí að hún og eiginmaður hennar Adam Shulman ættu von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau soninn Jonathan sem er 3 ára. 

Hathaway og Shulman sáust á gangi í Connecticut á sunnudaginn síðasta með barnavagn. Sonur þeirra Jonathan var einnig með þeim og gekk við hlið foreldra sinna. Hún hefur þó ekki tilkynnt opinberlega um að nýja barnið sé komið í heiminn.

mbl.is