Vara við brunahættu af barnapíutækjum

Philips hefur kallað inn nokkrar tegundir af barnapíutækjum.
Philips hefur kallað inn nokkrar tegundir af barnapíutækjum. Ljósmynd/Mannvirkjastofnun

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vekur athygli á innköllun Philips á barnapíutækjum af gerðunum TM5AYYWWXXXXXX, TM5BYYWWXXXXXX og TM5CYYWWXXXXXX vegna brunahættu sem af þeim getur stafað. Hættan stafar af því að í undantekningartilfellum getur rafhlaðan í tækjunum ofhitnað þegar þau eru í hleðslu og valdið með því brunahættu.

Umrædd barnapíutæki voru seld frá því í janúar 2016 til mars 2018 víða um heim. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun er kunnugt um að á Íslandi voru barnapíutæki af þessum gerðum seld hjá Heimilistækjum á því tímabili sem um ræðir. Hugsanlegt er að þau hafi einnig verið boðin fram af öðrum söluaðilum hér á landi eða borist hingað til lands í gegnum netverslanir.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun beinir því til allra eigenda og notenda barnapíutækja sem brunahætta getur stafað af að hætta notkun þeirra þegar í stað og hafa samband söluaðila og/eða framleiðanda.

Nánari upplýsingar má finna á vef Mannvirkjastofnunar.

mbl.is