Hjálpaði til við framhjáhald móður sinnar 14 ára

Adrienne Brodeur skrifaði bók um æskuminningar sínar sem ber heitið …
Adrienne Brodeur skrifaði bók um æskuminningar sínar sem ber heitið Wild Game. Þar lýsir hún þátttöku sinni í framhjáhaldi móður sinnar sem stóð yfir í tíu ár. Skjáskot/Instagram

Adrienne Brodeur lýsir því á vef The Telegraph, hvernig lífið hjá ósköp venjulegum fjölskyldum getur verið ævintýri líkast. Hún ákvað að stoppa fjölskyldusögu þar sem lygar og leyndardómar hefðu fylgt fólki á milli kynslóða og ákvað að búa til endurminningabók um æskuna sína. Bókin Wild Game kom út í Bandaríkjunum seint á síðasta ári og hefur fengið frábærar viðtökur. Enda lýsir hún betur en margar aðrar bókmenntir hvernig meðvirkni getur skapast í fjölskyldum og hvernig börn geta dregist inn í dramatíska hluti hjá foreldrum sínum. 

„Ég vissi nákvæmlega hvað myndi gleðja mömmu. Ég hafði enga siðferðisvitund á þessum tíma.  Það eina sem ég vissi var að Ben Souther gladdi mömmu. Ég gerði hvað sem ég gat á þeim tíma til að mamma væri hamingjusöm,“ skrifar Adrienna Brodeur. 

Malabar, móðir Brodeur, var glæsileg kona sem átti peninga, ferðaðist um heiminn og lifði fjörugu lífi almennt. Hún var gift Charles en elskaði besta vin hans Souther sem hún hélt við í tíu ár. 

Brodeur varð snillingur í að ljúga að Charles stjúpföður sínum og Lily eiginkonu Shouter.  Eitt skiptið þegar mamma hennar fór niður í kjallara að aðstoða Souther, lék Brodeur alla grínfarsa sem hún kunni, til að villa um fyrir fósturföður sínum. Síðan þegar mamma hennar kom upp úr kjallaranum, athugaði hún með kjólinn hennar og þurrkaði varalitinn sem hafði smurst út á kinn. Þá var hún frjáls þann daginn að leika við hina krakkana. 

Upplifði hversu rangt þetta var þegar hún átti sín eigin börn

„Um leið og ég eignaðist mín eigin börn áttaði ég mig á að það var ákveðið mynstur í minni fjölskyldu sem hafði með leyndarmál að gera. Þetta byrjaði ekki með mömmu, heldur löngu áður. Ég vissi að þessi fjölskyldusaga yrði að stoppa með mér. Ég vildi ekki láta börnin mín gera hið sama.“ 

„Það hefur hjálpað mér einstaklega mikið að eiga dóttur sjálf á táningsaldri. Í gegnum hana get ég séð hversu mikið barn ég var á þessum tíma. Ég hafði ekkert með það að gera að hylma yfir með ömmu. Að sjálfsögðu leið mér þannig. Sérstaklega í upphafi framhjáhaldsins, en ég vildi að mamma væri hamingjusöm og var spennt fyrir hennar hönd. 

Þegar ég horfi á mína eigin dóttur og sé hvernig hún er sinn eigin karakter. Hún hagar sér stundum eins og kona, en síðan byrjar hún að ulla og þá er hún eins og barn. Enda er hún barn, rétt eins og ég var á þessum aldri.“

Í bókinni Wild Game er ekkert dregið undan. Stjúpfaðir Brodeur dó árið 1985 sem markaði tímamót þess að framhjáhaldið komst upp, enda var því ekki lokið á þessum tíma. Souther fór hins vegar ekki frá Lily þegar upp komst um svikin, heldur var með henni í hjónabandi til ársins 1992 eða þangað til hún dó. Tveimur mánuðum seinna flutti Souther inn til Malabar og á innan við ári höfðu þau gengið í hjónband. Þau áttu tuttugu ár saman í hjónabandi, áður en Souther lét lífið árið 2013. Malabar samþykkti útgáfu bókarinnar. 

„Mamma lét mig meira að segja fá dagbækurnar sínar svo ég gæti stuðst við nákvæmar heimildir. Þær voru reyndar uppfullar af uppskriftum, en ég man hluti sem gerðust í gegnum matinn sem við borðuðum á þeim tíma.  Malabar var alltaf Malabar en ekki mamma. Enda elskaði hún okkur börnin sín með skilyrðum. Ef ég sem dæmi gerði ekki það sem hún vildi, þá fékk ég að finna fyrir því með kulda eða andlegri fjarveru hennar. Maður fór þess vegna vanalega ekki yfir mörkin hennar eða braut óskrifuðu reglurnar sem hún hafði búið til, án þess að þjást í einveru.“

Atvinnuþátttaka kvenna á þessum tíma vandamálið?

Brodeur veltir upp þeirri spurningu hvort einkalíf Malabar hefði verið svona dramatískt hefði hún getað tekið meiri þátt í lífinu, sem dæmi með sínum eigin ferli. 

„Ef mamma væri upp á sitt besta í dag, væri hún einstaklega farsæl viðskiptakona. Ég er nokkuð viss um það. En konur á hennar tíma fengu ekki aðgang að vinnumarkaðnum og ég held að mörgum þeirra, í það minnsta Malabar, hafi einfaldlega leiðst.“ 

Ef það er eitthvað sem æska Brodeur hefur kennt henni er það sú staðreynd að hún vill ekki eiga leyndarmál. Bókin er einn stór þáttur í því.

„Það er ákveðin ró sem fylgir því að segja sögu fjölskyldunnar. Mamma átti að svo mörgu leyti frábært líf. Hún var efnuð, ferðaðist, giftist áhugaverðum mönnum. Hún á tvö börn, tvö barnabörn. En þrátt fyrir það var hún einmana og upplifði heiminn á þann hátt. Ég er þakklát fyrir að upplifa heiminn ekki þannig.“

Að lokum segir Brodeur að helsta viðurkenningin sem hún hafi fengið í lífinu sem móðir var þegar dóttir hennar átti að gera ritgerð í skólanum um andlega fjarverandi foreldra og bað mömmu sína um aðstoð við það.

„Mamma, hvað þýðir það þegar foreldrar eru fjarverandi? Hvað myndir þú skrifa í þessa ritgerð ef þú værir ég?“

View this post on Instagram

Um. Did this just happen? Is my 13-year old my height? #slowdown #time #growingup #motherdaughter #love #family #gratitude

A post shared by Adrienne Brodeur (@adriennebrodeur) on Feb 16, 2019 at 2:23pm PST

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert