Pitt hætti við vegna sonarins

Brad Pitt mætti ekki á BAFTA.
Brad Pitt mætti ekki á BAFTA. AFP

Brad Pitt var fjarverandi þegar hann vann til verðlauna á BAFTA-verðlaunahátíðinni í Lundúnum á sunnudaginn. Kvikmyndastjarnan átti þó að vera viðstödd en hætti við á síðustu stundu og var ástæðan góð að því fram kemur á vef The Sun

Pitt mætti ekki vegna þess að hann þurfti að sinna fjölskyldu sinni. Félagi Pitt segir undir nafnleynd í viðtali við The Sun að Pitt hafi fengið tækifæri til að tala við Maddox, 18 ára gamlan son sinn og Angelinu Jolie. Samband feðganna varð slæmt árið 2016 þegar þeir fóru að rífast í einkaþotu. Jolie og Pitt tilkynntu um skilnað og hóf lögreglan rannsókn á málinu. 

Síðan þá hefur Pitt hætt vímuefnaneyslu og hefur reynt að bæta samskipti sín við börnin. Erfiðlega hefur gengið að bæta sambandið við elsta soninn Maddox sem hóf háskólanám í Suður-Kóreu í haust. 

„Maddox gaf Brad tækifæri til að tala við sig og hann hætti við allt annað. Að vera faðir er það mikilvægasta í lífi hans og hann myndi gera hvað sem er til að laga sambandið,“ sagði félagi leikarans um ástæðu þess að hann fór ekki til Englands. „Maddox hefur verið í burtu í háskóla og þegar Brad komst að því að hann myndi vera á staðnum og þeir gætu talað saman hætti hann við ferðina til Englands.“

Maddox Jolie-Pitt, Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2013.
Maddox Jolie-Pitt, Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2013. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert