Lætur ekki neikvæðar óléttu athugasemdir á sig fá

Annie bar sigur úr býtum gegn Katrínu en báðar stóðu …
Annie bar sigur úr býtum gegn Katrínu en báðar stóðu sig með prýði. Ljósmynd/Foodspring

Crossfit-stjarnan Annie Mist Þórisdóttir lætur ekki neikvæðar athugasemdir á samfélagsmiðlum á sig fá. Annie greindi nýlega frá því að hún ætti von á barni með kærasta sínum, Frederik Aeg­idius. Annie svaraði neikvæðum netverja þegar hann benti á að hún væri að ljúga að sjálfri sér. 

„Þetta breytir ekki áfangastaðnum, þetta breytir bara leiðinni,“ skrifaði Annie við mynd sem hún birti af sér á miðvikudaginn. Myllumerkin sem hún setti með benda til þess að hún sé yfir sig spennt og ætli að njóta ferðalagsins. 

„Líklega ekki góð hugmynd að ljúga að sjálfri þér. Þetta breytir öllu,“ skrifaði einn neikvæður. Annie svaraði fyrir sig og tók ekki mikið mark á þessari athugasemd. „Haha, breytingar þýðir þroski,“ svaraði Annie. 

Margir tóku undir með Annie og dásömuðu móðurhlutverkið, það ætti bara eftir að hafa jákvæðar afleiðingar. Fékk sá neikvæði einnig að heyra það frá fylgjendum Annie og var sagt að halda skoðunum sínum fyrir sig ef þær væru bara neikvæðar. 

View this post on Instagram

This doesn’t change my destination, it just alters the path 💚 #StayTrueToWhoYouAre #BeyondExcited #EnjoyTheJourney

A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Feb 5, 2020 at 10:15am PST

Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius.
Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Aegidius. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir
mbl.is