8 hlutir sem eitraðar mæður gera

Mæður sem vilja hafa dætur sínar fullkomnar nota stundum leiðir …
Mæður sem vilja hafa dætur sínar fullkomnar nota stundum leiðir eins og að gaslýsa eða steinveggja til að stjórna. mbl.is/Colourbox

Hefur þú steinveggjað börnin þín nýlega? Látið eins og þú sjáir þau ekki, bara af því að þau gerðu eitthvað sem þér líkaði ekki við? Þú ættir að hugsa þig tvisvar um að beita þannig aðferðum að mati Peg Street höfundur bókarinnar Daughter Detox: Recovering from an Unloving Mother and Reclaiming Your Life.

Street skrifar vinsælar greinar á vef Psychology Today og er umfjöllunarefnið hennar vanalega málefni er varða eitraðar mömmur. Sjálf átti Streep eitraða mömmu, sem hún átti erfitt með að setja heilbrigð mörk. Hún vann lengi í sér til að ná tökum á því og segir að það hafi tekið hana tuttugu ár, frá því hún var tuttugu ára þar til hún varð fertug. Í hvert skipti sem hún opnaði á mömmu sína, náði hún að sá inn í samskipti þeirra sársauka, á undarlega lævísan hátt. Það var svona sem hún gerði það. 

Valdaójafnvægi í móður/dóttur sambandinu

Þar sem mannfólkið hefur að mati Streep sett móðurástina á stall, þá er ákveðin forðun í gangi þegar kemur að því að skoða þann afstöðumun sem fólginn er í foreldrahlutverkinu þegar kemur að börnum. Allir vilja skoða mæður út frá þeim kærleiksríka vinkli að þær séu sáttasemjarar og góðhjartaðar. Streep segir það stundum harla langt frá sannleikanum. 

Líkt og Deborah Tannen fjallaði um í bókinni sinni, You´re Wearing That? Mothers and Daughters in Conversation, þá býr foreldri vanalega til heimsmynd barnsins. Óheilbrigð samskipti og hegðun eru stundum normaliseraðar inn í veröld barnsins. 

Streep heldur því fram að nær allar konur sem hafa alist upp við skerta ást frá móður, eigi sér þann draum heitastan að tómleikinn og skortur á ást muni eldast af þeim. Það er vanalega ekki raunin að hennar sögn. 

Eftirfarandi atriði eru átta hlutir sem eitraðar mæður gera:

1. Að ásaka

Þessi hegðun getur byrjað strax í æsku og getur verið allt frá pínulitlum atriðum í stærri meira áberandi ásakanir. Að ásaka og gera lítið úr, fer vanalega í kjarna persónunnar. Orð sem eru alhæfing á persónu út frá hegðun, nær með tímanum að brjóta fólk niður. 

Ef þetta er gert nógu oft, fer það vanalega í kjarna barnsins sem heldur áfram að nota svipuna á sjálft sig. Margar rannsóknir sýna tengsl á milli sjálfsgagnrýni og lélegrar heilsu. 

2. Að koma inn samviskubiti

Þegar mæður leika fórnalömb við börnin sín er dæmigert að móðirin notar eðlilega hluti sem allar mæður gera fyrir börnin sín, sem sönnun þess að þær geri allt fyrir barnið sem kann ekki að sýna þakklæti fyrir. 

„Í hvert skipti sem ég reyni að segja hvað mér finnst um hegðun hennar, þá skellir hún á mig. Innan nokkurra daga þá heyri ég í einhverjum öðrum úr fjölskyldunni sem segir mér að hún sé veik og líði illa og það sé mér að kenna. Sendiboðinn gagnrýnir mig svo fyrir hegðunina, sem leggur grunninn að veruleika mömmu, sem er byggður á aumingja ég hugsuninni. Að sjálfsögðu er ég alltaf með samviskubit, þó að ég viti að það sé verið að leika sér að mér,“ segir kona að nafni Adele sem lýsir sambandi sínu við móðurina. 

3. Að detta í samanburð

Að halda upp á eitt barn fram yfir annað er algengt í allskonar fjölskyldum. Einnig þeim þar sem kærleikur og heilbrigði er ágætt. Því ættu allir foreldrar að gæta að þessu.  

Algengt er að móðirin haldi þá upp á dótturina sem er líkust henni sjálfri. Eða dótturina sem þarf minni aðstoð. 

Eitraða mamman notar þessa leið til að stjórna og ná fram ákveðinni hegðun. Hún gagnrýnir svo dóttirin verði ekki of montin, eða ber systkinin saman til að hvetja þau áfram. Jafnvel þó að dóttirin sé einkabarn þá er hún ekki frjáls. Af hverju ertu ekki eins og Rósa frænka? Hún er svo dugleg og falleg? Eða Elín í skólanum, hún er svo mjó og alltaf í ballett?

4. Passívar leiðir til stjórnunar

Passíva móðirin notar ekki ofbeldisfullar leiðir til að stjórna heldur lokar hún á börnin sín, hættir að tala við þau, er með steinmúra frekar en heilbrigð mörk og fleira í þeim dúrnum. Börn sem alast upp við þannig uppeldi verða kvíðin, sýna forðun, eiga erfitt með að sofa, og sýna þunglyndi samkvæmt rannsóknum. Unglingar koma einnig illa út úr svona uppeldi. Þau eiga erfitt með að einbeita sér í tímum, eiga erfitt með að stjórna skapinu sínu og brjóta reglur í lífinu. 

5. Gaslýsing

Þó að gaslýsing sé vanlega notuð til að lýsa brengsluðum samskiptum á milli fullorðinna einstaklinga, þá er sannleikurinn stundum sá að foreldrar gaslýsa börnin sín. 

Það er einstaklega auðvelt að gaslýsa börn. Því öll börn telja foreldrana vita betur og bera mikið traust til fullorðinna, sér í lagi foreldra sinna. 

Stundum vita börn þó sannleikann,  þá velta þau gjarnan fyrir sér hvort þau séu orðin geðveik eða mamman. 

Að gaslýsa börn þykir einstaklega hættulegt, því börn ættu að fá að æfa sig í að treysta tilfinningum sínum, hugsunum og að tileinka sér það að lesa fólk í stað þess þá villir gaslýsing um fyrir börnunum. Þá byrjar barnið að efast um sig og kenna sér um. Það er eitthvað sem Robyn kannast við:

„Mamma lofaði mér ýmsu og þegar hún stóð ekki við loforðin laug hún að mér að hún hefði aldrei gefið mér þau. Nú veit ég að þetta er að gaslýsa. Þegar bróðir minn lamdi mig, þá kenndi hún mér um það, síðan þegar ég kvartaði yfir því þá kenndi hún mér um það. Það er einnig eitt form af gaslýsingu. Eða þá að hún neitaði að eitthvað hefði gerst. Hún stóð þá kannski í eldhúsinu með hendur á mjöðmum og sagði mig lygara. Að fara í ráðgjöf gaf mér rétta sýn á þetta.“

Það góða við gaslýsingu foreldra er að börn sjá þess konar hegðun skýrar þegar þau verða fullorðin en fullorðið fólk gerir vanalega tengt maka sínum. 

6. Að hæðast að og gera lítið úr

Stjórnsamar mæður eða þær sem eru með narsasista einkenni stýra sambandinu á milli fólks og systkina í fjölskyldunni, sem er hluti af því sem þær gera með því að halda fremur upp á eitt barn en annað. Að gera lítið úr tilfinningum barna, er ein leið til að sýna ofbeldi. Sú leið er ekki einungis harðgerð, heldur býr hún einnig til sjálfshatur og óöryggi hjá fólki. 

Jafnvel þegar fólk verður fullorðið, ef þú heyrir stöðugt að skoðanir þínar séu rangar eða vitlausar, að engum líki við það sem þú gerir. Að bera tilfinningar til fólks þýðir að maður ber virðingu fyrir því. 

7. Þegar einn aðili er látinn taka sökina

Að mínu mati, er ein besta leiðin til að viðhalda óheilbrigði í fjölskyldu sú að kenna einum aðila um alla hluti innan fjölskyldunnar. Með því að benda á aðra, líður fjölskyldunni betur með sig. Stundum er einn aðili valinn sem ber erfðarsynd fjölskyldunnar, stundum færist þetta hlutverk á milli aðila innan fjölskyldunnar. Þetta gera mæður með narsasista einkenni reglulega. 

8. Steinveggja

Að láta sem einhver hafi ekki talað eða að neita að svara er leið til að sýna andúð á fólki, og um leið og það er auðmýkjandi og sársaukafullt að upplifa sem fullorðinn einstaklingur, þá er það óbærilega sárt og erfitt fyrir börn. Sér í lagi þegar það er foreldri sem sýnir hegðunina. 

„Þegar mamma notaði þögnina á mig leið mér hræðilega. Hún gat gert þetta í marga daga, sem er eins og heil eilífð ef þú ert sex eða sjö ára barn. Hún átti það til að horfa beint í gegnum mig, eins og ég væri ekki til, eða rétt eins og að jörðin hefði gleypt mig. Ég reyndi að gera mig ósýnilega, því ég var hrædd. Ég varð ofsahrædd þegar kennari minn vildi að ég talaði í tímum út af þessu. Það var þá sem ég fór til ráðgjafa og hlutirnir komu upp á yfirborðið.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert