Birta Líf eignaðist son

Birta Líf eignaðist sitt annað barn um helgina.
Birta Líf eignaðist sitt annað barn um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Veðurfræðingurinn Birta Líf Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Heiðar Lind Hansson eignuðust son á laugardaginn. Birta Líf var sett 15. febrúar en drengurinn litli beið af sér verstu lægðirnar.

Miðvikudaginn 12. febrúar virtist Birtu ekki lítast á blikuna miðað við spá en þá hafði verið gefin út appelsínugul viðvörun með tveggja daga fyrirvara. Viðvörunin var í gildi daginn áður en sonur Birtu átti að koma í heiminn.

Sonurinn virðist hafa lesið hugsanir móður sinnar og beðið eftir betra veðri, enda var afbragðsveður núna á laugardaginn. Þetta er annað barn Birtu og Heiðars en fyrir eiga þau dóttur.

Barnavefur mbl.is óskar fjölskyldunni innilega til hamingju!

View this post on Instagram

Litli strákurinn okkar kom í heiminn í gær og allir í skýjunum 🥰❤️

A post shared by Birta Líf Kristinsdóttir (@birtalif) on Feb 23, 2020 at 2:58am PST

mbl.is