Catherine Zeta-Jones kennir börnum sínum mannasiði

Catherine Zeta-Jones þykir ein glæsilegasta leikkona veraldar.
Catherine Zeta-Jones þykir ein glæsilegasta leikkona veraldar. mbl.is/Instagram

Leikkonan Catherine Zeta-Jones og eiginmaður hennar Michael Douglas eru þekktar kvikmyndastjörnur sem lifa miklu lúxuslífi. Saman eiga þau tvö börn. Dótturina Carys sem er sextán ára og soninn Dylan sem er nítján ára að aldri. 

Þrátt fyrir að fjölskyldan sé mikið í sviðsljósinu leggja þau mikið upp úr því að lifa hversdagslegu fjölskyldulífi þar sem gömul og góð gildi eru þeim ofarlega í huga þegar kemur að uppeldinu. 

Í nýlegri grein á vef Hello er fjallað um uppeldisaðferðir Zeta-Jones.

Setur mannasiði ofar öllu

Orðatiltækið sem notað er í kvikmyndinni Kingsman — um hvernig mannasiðir segja allt um manngerðina er eitthvað sem Zeta-Jones samþykkir. Hún leggur megináherslu á mannasiði barna sinna og segir ekkert verra en börn sem hafa það gott í veraldlegum gæðum sem ekki kunna að haga sér. 

Hún segist hafa borað inn í höfuð barna sinna upplýsingum um af hverju maður skyldi alltaf bera virðingu fyrir öðru fólki og haga sér nálægt öðrum, sama hvernig manni líði sjálfum.

Aðstoðar börnin sín við að lifa í raunveruleikanum

Stór hluti þess að vera raunsær og þakklátur er að vera með rétt viðhorf til lífsins. Að sýna þakklæti og skilja umhverfið í kringum mann skiptir öllu máli fyrir unga einstaklinga að mati leikkonunnar. 

Elskar unglingsár barnanna

Á meðan margir foreldrar eiga erfitt með unglingsár barna sinna segir Zeta-Jones að hún elski þann tíma með börnum sínum. Hún segist elska allt við unglingsárin, hversu fersk og sniðug börnin hennar eru á þessum aldri. Sjálf var hún ung að aldri farin að vinna fyrir sér og segir að hún sjái sjálfa sig öðrum augum eftir að fylgjast með börnum hennar verða að fullorðnu fólki í aðeins meiri ró og næði en hún gerði það. 

Stendur með draumum barna sinna

Leikarar eru oft að reyna að fá börnin sín til að gera eitthvað annað en að fylgja í fótspor þeirra. Það gerir Zeta-Jones ekki. Bæði börn hennar eru að hugleiða að verða leikarar. Hún segist átta sig á að það gæti verið erfitt fyrir börnin að feta í fótspor fjölskyldunnar enda hefur velgengni beggja foreldra verið einstök. En hún segir að börnin hennar elski leiklist og hún ætli að halda með þeim í því eins og öllu öðru í lífinu. 

Kennir þeim vinnusemi

Zeta-Jones og Douglas hafa bæði tileinkað sér vinnusemi í gegnum lífið. Þau hafa kennt það áfram til barna sinna sem reyna ekki að fá hlutina til sín án þess að gera eitthvað í staðinn. 

Bæði börnin hafa þurft að hafa fyrir lífinu vinnulega séð og prófað sig áfram líkt og foreldrar þeirra gerðu á sínum tíma. 

Kennir þeim gildi þess að eiga fjölskyldu

Það sem Zeta-Jones leggur áherslu á tengt börnum sínum er að þau finni fyrir því að fjölskyldan skipti miklu máli. Þrátt fyrir að öll fjölskyldan vinni mikið er mikið lagt upp úr því að hittast reglulega, þar sem málin eru rædd og samstaða sýnd. Eins eru foreldrarnir duglegir að deila hlutum með börnum sínum þegar kemur að þeirra eigin æsku. Svo þau fái sem raunhæfustu mynd af því hvernig er að fóta sig í lífinu og hvaða leiðir er hægt að fara í því. 

View this post on Instagram

Sunday lunch in Zanzibar. Happy Sunday everyone!

A post shared by Catherine Zeta-Jones (@catherinezetajones) on Dec 29, 2019 at 3:01am PST



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert