Katy Perry vonar að það sé stelpa

Katy Perry á von á sínu fyrsta barni.
Katy Perry á von á sínu fyrsta barni. AFP

Tónlistarkonan Katy Perry hrópaði á tónleikum sínum í Melbourne í Ástralíu í gær að hún vonaðist til þess að eignast stelpu. 

Perry tilkynnti á dögunum að hún og unnusti hennar Orlando Bloom ættu von á sínu fyrsta barni saman. Þetta voru hennar fyrstu tónleikar eftir að hún tilkynnti óléttuna og kúlan sást vel á Perry á tónleikunum. 

Von er á erfingjanum í sumar en þau hafa ekki gefið út nákvæma dagsetningu. Þau ætluðu að ganga í það heilaga í sumar í Japan en hafa slegið því á frest vegna kórónuveirunnar. 

Katy Perry.
Katy Perry. AFP
AFP
mbl.is