Börnin erfa ekki auðæfi Craig

Daniel Craig er þekktastur fyrir að leika James Bond.
Daniel Craig er þekktastur fyrir að leika James Bond. AFP

James Bond-stjarnan Daniel Craig er talinn eiga yfir 100 milljónir punda en börn hans munu þó ekki erfa auðæfi hans þegar leikarinn er allur. Craig sem á tvö börn og eitt stjúpbarn sagði í viðtali við Saga magazine að því fram kemur á vef The Sun að hann hafi ekki áhuga á að gefa næstu kynslóð svo mikla peninga. 

„Mér finnst arfur frekar ógeðfeldur,“ sagði leikarinn. „Kenning min er að þú átt að losa þig við þá eða gefa þá áður en þú ferð,“ sagði Craig og átti þar með við peningana. Benti hann einnig á gamalt orðtak þar sem talað er um að ef fólk deyr ríkt þá hafi það mistekist. 

Ætla má að vasar Craig séu nokkuð djúpir eftir James Bond-ævintýrið. Hann hefur leikið njósnara hennar hátignar fimm sinnum en frumsýningu nýjustu myndarinnar var frestað vegna kórónuveirunnar. Craig er sagður hafa fengið 18 milljónir punda fyrir leik sinn í fimmtu Bond-myndinni eða tæplega þrjá milljarða á gengi dagsins í dag. 

Craig er þó vonandi góður faðir og ekki ólíklegt að börn hans fái kannski einhvern hlut af auðæfum hans en ekki alla summuna. Hinn 52 ára gamli leikari er kvæntur leikkonunni Rachel Weisz. Saman eiga þau eins árs gamla dóttur. Fyrir átti hin fimmtuga Weisz soninn Henry sem er 13 ára en Craig átti 28 ára gamla dóttur fyrir með fyrrverandi eiginkonu sinni. 

Daniel Craig og Rachel Weisz.
Daniel Craig og Rachel Weisz. AFP
mbl.is