Skýrar reglur hjá fjölskyldunni í sóttkví

Reese Witherspoon er heima ásamt eiginmanni og þremur börnum.
Reese Witherspoon er heima ásamt eiginmanni og þremur börnum. AFP

Leikkonan Reese Witherspoon heldur sig nú heima með fjölskyldu sinni í Kaliforníu. Hún greindi frá því í netþætti Miley Cyrus að hún hefur sett skýrar reglur fyrir fjölskyldu sína sem er nú öll heima. Þegar þátturinn var tekinn upp var Witherspoon búin að vera föst heima hjá sér í 11 daga. 

Elsta barn Witherspoon hin 19 ára gamla Ava er byrjuð í háskóla og því nýbyrjuð að njóta þess og öðlast sjálfstæði. Witherspoon segir það geta verið erfitt að fara aftur inn á heimili þegar ungt fólk hefur öðlast sjálfstæði. 

Witherspoon leggur áherslu á að fjölskyldan virði rými hvors annars og allir geti unnið og sinnt námi í friði og ró. 

„Ég og eignmaður minn eru bæði að vinna heima og öll börnin þrjú læra heima í gegnum netið. Svo allir eru með sín eigin svæði sem eru merkt með næðistákni þannig að þegar næðistáknið er uppi og fólk er með heyrnatólin á sér má ekki trufla. Þú verður að vera með reglur. Þú verður að hafa reglur á veggnum fyrir fjölskyldu þína bara þannig að allir virði rými hvors annars,“ segir leikkonan. 

Börn Witherspoon eru fædd 1999, 2003 og 2012. 

Hér má horfa á þáttinn í heild sinni. Witherspoon er fyrsti gestur Cyrus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert