Hver stund þarf ekki að vera fræðandi

Shay Mitchell segir hverja stund ekki þurfa vera fræðandi.
Shay Mitchell segir hverja stund ekki þurfa vera fræðandi. AFP

Nú þegar skólar og leikskólar eru lokaðir er mikil pressa á foreldrum að sinna námi barna sinna af bestu getu. Það getur verið yfirþyrmandi fyrir marga að þurfa að skipta um hlutverk oft á dag, frá kennara, yfir í foreldri og þaðan yfir í leikfélaga. 

Leikkonan Shay Mitchell minnti fylgjendur sína á að gera bara sitt besta. „Þú þarft ekki að læra eitthvað nýtt, þú þarft ekki að læra að spila á nein hljóðfæri. Hver stund þarf ekki að vera fræðandi. Ef þú átt litla manneskju og heldur henni á lífi færðu A+ í kladdann,“ skrifaði Mitchell. 

Áminningin er eflaust kærkomin fyrir aðra foreldra sem geta ekki sofnað á kvöldin yfir áhyggjum yfir því hvað þau eigi að kenna barninu sínu daginn eftir. Margir foreldrar í Hollywood hafa greint frá erfiðleikum sínum með heimakennsluna og sagði meðal annars Drew Barrymore í síðustu viku að hún hafi grátið á hverjum degi yfir heimakennslunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert