Á von á sjötta barninu með fjórðu konunni

Jude Law.
Jude Law. AFP

Leikarinn Jude Law á von á barni með eiginkonu sinni, sálfræðingnum Phillipu Coan. Hjónin gengu í það heilaga í maí í fyrra. Er þetta fyrsta barn Coan sem er 32 ára en sjötta barn Laws sem er 47 ára. 

Vinur hjónanna sagði Daily Mail að hjónin væru mjög hamingjusöm saman og himinlifandi með að stækka fjölskylduna. Myndir birtust af hjónunum í verslunarleiðangri í London um síðustu helgi þar sem óléttukúla Coan fékk að njóta sín. 

Law var áður kvæntur leikkonunni Sadie Frost en þau skildu árið 2003. Þau eiga saman börnin Rafferty 23 ára, Iris 19 ára og Rudy 17 ára. Leikarinn á einnig hina tíu ára gömlu Sophiu með fyrirsætunni Samönthu Burke og Adu fimm ára með tónlistarkonunni Catherine Harding. 

mbl.is