Elskar að halda á níu ára syni sínum

Alyssa Milano.
Alyssa Milano. AFP

Leikkonan Alyssa Milano segist elska að halda á níu ára syni sínum. Brátt verði hann vaxinn úr grasi og þá vonist hún til þess að hún muni eftir því hvenær það var sem hún síðast hélt á honum. Hún tekur hann því reglulega í fangið og reynir að leggja á minnið dag og stund. Ef það skyldi verða síðasta skiptið.

Milano á tvö börn, soninn Milo Thomas og dótturina Elizabellu Dylan.

Milano leggur áherslu á í uppeldinu að börn hennar viti að þau þurfi að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. „Ef maður ætlar að vera hluti af þessu samfélagi verður maður að hjálpa og gefa til baka. Ég segi börnum mínum að þau séu lánsöm í lífinu og það sé til fólk sem er það ekki. Við verðum að deila með þeim. Þetta snýst ekki um val. Við getum ekki bara farið á fætur á morgnana og ætlast til þess að unglingi sé ekki sama. Við verðum að innræta þeim þessi gildi frá unga aldri,“ segir Milano.mbl.is