Átti upphaflega að heita öðru nafni

Beatrice prinsessa af York ásamt móður sinni Söruh Ferguson.
Beatrice prinsessa af York ásamt móður sinni Söruh Ferguson. AFP

Beatrice prinsessa átti upphaflega að heita öðru nafni. Andrés prins og Sarah Ferguson höfðu valið nafn á hana en þurftu svo að skipta um nafn eftir að Elísabet II Bretlandsdrottning lét skoðun sína í ljós og stakk upp á öðru nafni — Beatrice. Þetta kemur fram í umfjöllun The Mirror.

Það er alltaf ákveðin bið eftir því að konungsfjölskyldan tilkynni um nafn á nýjum ættingja. Oftast líða nokkrir dagar. Þessi bið er að einhverju leyti til komin vegna ákveðinna hefða sem fylgja verður áður en nafnagjöfin verður opinber. 

Ein aðalhefðin er að bera nafnið fyrst undir drottninguna til þess að ganga úr skugga um að hún sé sátt við það. Um er að ræða aðeins óformlegt spjall og oftar en ekki leggur hún blessun sína yfir nafnið.

Það reyndist þó ekki vera tilfellið árið 1988 þegar Beatrice kom í heiminn. Almenningur þurfti að bíða í tvær vikur eftir að fá að vita nafnið á prinsessunni. Andrés prins og Sarah höfðu valið nafnið Annabel en drottningunni fannst það of „uppalegt“. Stakk þá drottningin upp á nafninu Beatrice í staðinn en yngsta dóttir Viktoríu drottningar bar það nafn. 

Beatrice heitir því fullu nafni Beatrice Elizabeth Mary og voru seinni nöfnin valin til heiðurs ömmu og langömmu hennar. 

mbl.is