Fyrsta prinsessan sem verður stjúpmóðir

Beatrice er orðin stjúpmóðir.
Beatrice er orðin stjúpmóðir. AFP

Beatrice prinsessa er fyrsta prinsessan í bresku konungsfjölskyldunni sem giftist einhverjum sem á barn fyrir og verður því stjúpmóðir. Beatrice giftist hinum ítalska fasteignajöfri Edoardo Mapelli Mozzi við leynilega athöfn í Windsor.

Mozzi var áður trúlofaður kínversk-bandaríska innanhússhönnuðinum Dara Huang en þau hættu saman sex mánuðum áður en hann tók saman við Beatrice prinsessu. Huang og Mozzi eiga saman tveggja ára strák sem heitir Christopher Woolf kallaður Wolfie.

Ekki er mikið um stjúpforeldra í nánustu fjölskyldu drottningarinnar. Eina stjúpforeldrið er Karl Bretaprins en hann varð stjúpfaðir með því að ganga að eiga Kamillu Parker Bowles árið 2005. Hún átti tvö börn frá fyrra hjónabandi, Tom og Laura. Eins hefur Kamilla orðið stjúpmóðir barna Karls. 

mbl.is