Líklega síðasta barn Kristbjargar og Arons

Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu …
Kristbjörg Jónasdóttir og Aron Einar Gunnarsson eiga von á sínu þriðja barni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Einkaþjálfarinn Kristbjörg Jónasdóttir á von á sínu þriðja barni með eiginmanni sínum, Aroni Einari Gunnarssyni, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu. Hún birti þrívíddarmynd af ófæddu barni þeirra Arons Einars á Instgram í gær og skrifaði í einlægum pistli að þetta barn væri líklega þeirra síðasta. 

Kristbjörg segir að meðgangan hafi ekki verið eins og hún lagði upp með. Kristbjörg er komin 30 vikur á leið og segir að hún sé rétt svo að átta sig núna á því að hún sé ólétt. Hún skrifar að það hljómi örugglega undarlega og það sé erfitt að útskýra það en ef hún eigi að vera alveg hreinskilin þá segist hún ekki hafa leyft sér að vera í núinu. Spilar þar kórónuveirufaraldurinn inn í og allt sem hefur fylgt honum. 

„Ég lofaði sjálfri mér að ef ég yrði svo heppin að verða ólétt aftur að þá myndi ég hugsa vel um mig og njóta hverrar mínútu. Hefur það gerst? Langt því frá! Hefur það verið auðvelt? Alls ekki, þetta hefur verið erfiðasta meðganga sem ég hef upplifað bæði líkamlega og andlega,“ skrifar Kristbjörg og segist jafnframt ekki vita af hverju hún er að deila þessu með fylgjendum sínum. Hún skrifar að hún sé að reyna að minna sig á að vera þakklát fyrir upplifunina þrátt fyrir að hún hafi verið erfið. 

Kristbjörg greinir einnig frá að þetta barn verði líklega það síðasta sem þau Aron Einar eignast til þess að fullkomna fjölskylduna. Hún skrifar að hún sjái eftir því að hafa ekki notið þess meira en skrifar þó að hún eigi enn tíu vikur eftir. 

Kristbjörg hvetur konur sem eru óléttar að njóta þess að finna barnið stækka í maganum. „Þessi tími er svo dýrmætur jafnvel þó að hann sé ekki eins og við vonuðumst til.“

View this post on Instagram

After being together for 30 weeks I’m just realising that I’m actually pregnant😳 I went to a 3d scan yesterday and finally felt the connection with our beautiful baby🧡It was so cute to see how the baby was using the placenta as a pillow and cuddling with the umbilical cord🥰 _ I know this probably sounds so bizarre and it is hard to explain but if I’m honest I haven’t allowed myself to be there “in the moment” of being pregnant. With everything that has been going on for the last 5 months the covid madness, out of routines, changes and all the unknown that has come with it. _ I promised myself that if I was ever going to be that blessed to get pregnant again that I was going to take a really good care of myself and just enjoy every minute of it. Has that happened? No far from it! Has it been easy? Absolutely not, by far my hardest pregnancy I have experienced physically and mentally. _ Why am I sharing this with you? I have no idea🙈 but I think I’m just trying to remind myself to be grateful for being able to experience this even though it has been tough. _ This is most likely the last baby that we are having for us to be complete as a family🧡 and my biggest regret is that I haven’t been able to enjoy it more😔 but I still have 10 weeks to go so Im going to try to make the most of it🧡 _ So if you are expecting a baby my advice to you is try to enjoy every moment of that time your baby is growing in your bump. This time is so precious even though it might not be how we expect it to be🥰 _ We get a lot of questions if it is a boy or a girl... and we are not going to know until the baby comes😁 _ What do you guys think, 💙 or 💗?

A post shared by 🌟Kris J🌟 (@krisjfitness) on Jul 21, 2020 at 4:48pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert