Hundurinn kafnaði í rafmagnsstól

Katie Price ásamt börnunum sínum, Princess, Harvey og Junior.
Katie Price ásamt börnunum sínum, Princess, Harvey og Junior. Skjáskot/Instagram

Uppi varð fótur og fit þegar hundur Princess, dóttur glamúrfyrirsætunnar Katie Price, drapst með voveiflegum hætti. Hundurinn festist í rafmagnsstól á meðan Price var að pakka niður í ferðatöskur í öðru herbergi, en hún er á leiðinni í frí til Tyrklands með börnunum.

Princess fékk hundinn Rolo í 13 ára afmælisgjöf í síðasta mánuði, en þetta er þriðji hundurinn sem drepst á heimilinu. Aðeins eru fimm mánuðir síðan hundurinn Sparkle drapst, en hann varð fyrir bíl. Þá varð hundurinn Queenie einnig fyrir bíl árið 2018.

Dýraverndunarsamtök hafa látið í sér heyra og saka Price um að gæta ekki að öryggi hunda sinna. Þá hafa hundaræktendurnir sem seldu Price hundinn þurft að fjarlægja sig af samfélagsmiðlum eftir að þeir voru sakaðir um vanrækslu fyrir að útvega Price hunda.

Mikið gengur á í einkalífinu hjá Katie Price, en stutt er síðan að elsti sonur hennar, Harvey, var lagður inn á gjörgæsludeild. Hann er nú útskrifaður af sjúkrahúsinu.

View this post on Instagram

Morning from me and Rolo 🐶

A post shared by Katie Price (@katieprice) on Jul 7, 2020 at 12:55am PDT

mbl.is