Georg prins veit að hann er „öðruvísi“

Hinn sjö ára gamli prins veit að framtíð hans og …
Hinn sjö ára gamli prins veit að framtíð hans og yngri systkina hans verður ekki eins. AFP

Georg prins veit að hann er „öðruvísi“ en systkini hans vegna þess að hann fær að eyða tíma einn með langömmu sinni, Elísabetu Englandsdrottningu, og afa sínum Karli Bretaprins. 

Georg litli er að sjálfsögðu ríkisarfi og mun einn daginn verða konungur Bretlands.

Að sögn Katie Nicholl, sérfræðings í konungsfjölskyldunni, reyna Katrín hertogaynja og Vilhjálmur Bretaprins að koma eins fram við öll börnin sín þrjú en hinn sjö ára gamli Georg sé farinn að skilja að hann sé öðruvísi.

„Ég held að Georg skilji, eins og Vilhjálmur gerði frá unga aldri, að hann er öðruvísi en yngri systir hans og bróðir og að framtíð hans verður öðruvísi. Hann fær þrátt fyrir allt að fara í myndatöku með hennar hátign, svo hann hlýtur að hafa tekið eftir því að hann er alltaf valinn,“ sagði Nicholl.

Um jólin voru gefnar út myndir af ríkisörfunum þremur, Karli Bretaprinsi, Vilhjálmi Bretaprinsi og Georg litla, ásamt drottningunni. Þar að auki tóku þau þátt í búðingakeppni fyrir jólin.

mbl.is