Er skárra að eiga enga móður en vera vanræktur?

Kelly McDaniel segir lífið aldrei fullkomið en mæður skipti miklu …
Kelly McDaniel segir lífið aldrei fullkomið en mæður skipti miklu máli. Að þeim líði vel og séu til staðar bæði andlega og líkamlega fyrir börnin sín. mbl.is/skjáskot Instagram

Rithöfundurinn og ráðgjafinn Kelly McDaniel hefur aðstoðað konur víðsvegar um heiminn við að ná stjórn á tilfinningalífi sínu með leið sem hún nefnir að „heila móðurhungrið“ innra með sér. 

McDaniels er á því að engin móðir sé fullkomin en samband móður við börnin sín sé mjög viðkvæmt. 

Hún heldur því fram að þegar mæður sinna ekki börnum sínum eða eru vondar við þau sé það sambærilegt við að eiga enga móður.

„Því við vonum öll að móðirin sem við eigum verði sú móðir sem við þurfum á að halda. Móðurhungur er svo þessi tilfinning sem skapast innra með okkur þegar okkur hungrar í eitthvað sem við getum ekki fengið. Þegar okkur langar að tengjast eina einstaklingnum í herberginu sem vill ekki tengjast okkur.“

View this post on Instagram

#Heartbreak #MotherHunger #HealingLoveAddiction #ReadyToHeal #lovemap #relationships #MotherHungerBook

A post shared by Kelly McDaniel LPC, NCC (@kellymcdanieltherapy) on Jul 23, 2020 at 2:50pm PDT

mbl.is