Rekin úr skóla vegna lesblindu

Maya Hawke er dóttir Ethan Hawke og Umu Thurman.
Maya Hawke er dóttir Ethan Hawke og Umu Thurman. AFP

Stranger Things-leikkonan Maya Hawke glímir við lesblindu og segir það há sér enn þann dag í dag. Hawke er dóttir leikarahjónanna fyrrverandi Ethans Hawkes og Umu Thurman. Hawke segir að það hafi verið mjög erfitt að alast upp með lesblindu en um leið var það mikil blessun. 

„En ég var til dæmis rekin úr skóla fyrir að geta ekki lesið þegar ég var barn,“ rifjaði Hawke upp í viðtali á vef NRP. „Ég fór í sérstakan skóla fyrir börn sem glímdu við námserfiðleika. Og það tók mig langan tíma að læra að lesa, ég á enn erfitt.“

Hin 22 ára gamla stjarna segir frábært hversu margir möguleikar eru til staðar í heiminum dag. Takmörkuð geta hennar til að skilja sögur gerði Hawke enn ákveðnari í að elska sögur og skilja þær. 

Hawke þakkar foreldrum sínum fyrir stuðninginn.

„Það var mjög erfitt að vera í hægferð, þú veist,“ sagði stjarnan unga. „Hver bekkur kláraðist, þú ferð alltaf í lélegri og lélegri lestrarhóp. Hinir krakkarnir sjá það. Það er stríðni í gangi. En foreldrar mínir gerðu vel og hvöttu mig til að vera skapandi.“

Uma Thurman.
Uma Thurman. AFP
Ethan Hawke.
Ethan Hawke. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert