Bush með áhyggjur af barnlausu dótturinni

George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. AFP

Sjónvarpskonan Jenna Bush Hager, dóttir George W. Bush, fyrrverandi foreseta Bandaríkjanna, segir föður sinn hafa orðið áhyggjufullan þegar hún sagðist vera ólétt að sínu þriðja barni. Forsetinn fyrrverandi var með áhyggjur af tvíburasystur Jennu, Barböru Pierce Bush, sem ekki á barn. 

„Ég vissi að ég átti að finna fyrir gleði en fyrstu viðbrögð mín voru viðbrögð þess sem lifir af,“ skrifaði Jenna um þegar læknir staðfesti þungunina. „Margir vina minna voru að glíma við ófrjósemi. Hvernig ættu þeir eftir að taka þeim fréttum að við ættum von á óvæntu barni?“ Skrifar hún í nýrri bók sinni, Everything Beautiful in Its Time, að því fram kemur á vef People

„Ófrjósemi er í fjölskyldu minni og það var ekki auðvelt að eignast Poppy,“ segir Jenna í bókinni en hún átti þar við yngri dóttur sína sem kom í heiminn árið 2015 þegar Jenna var 34 ára. Fyrsti sonur hennar og þriðja barn hennar kom í heiminn árið 2019. 

„Ertu búin að segja Barböru?“ var það fyrsta sem faðir hennar George W. Bush sagði við Jennu þegar hún greindi foreldrunum sínum frá því að von væri á barni númer þrjú. Forsetinn fyrrverandi hafði áhyggjur af Barböru, sem var nýbúin að gifta sig á þessum tíma. Hann taldi að hún færi að reyna að eignast barn fljótlega ef hún væri ekki nú þegar byrjuð að reyna. 

„Foreldrar mínir gengu í gegnum svo mikið til þess að geta okkur, svo þau eru viðkvæm fyrir tilfinningum þeirra sem hafa ekki nú þegar eignast börnin sem þau þrá. Þau héldu að ef Barbara væri að reyna ætti hún skiljanlega eftir að öfunda mig af meðgöngu minni,“ sagði Bush Hager.

„Mamma skammaði pabba fyrir að setja pressu á mig. Hún sagði það sem hún segir alltaf þegar þessi spurning kemur upp: „Hver kona fær barnið sitt á sínum tíma.““

Jenna var búin að segja tvíburasystur sinni frá óléttunni sem hló bara þegar hún frétti að systir hennar væri að fara að eignast þriðja barnið. 

View this post on Instagram

Sisters First (and a little mister!) This show is going on the road. Come see us!!! Bring your sister or mister! X

A post shared by Jenna Bush Hager (@jennabhager) on Sep 28, 2019 at 4:38am PDT

mbl.is