Eignuðust níu börn á þremur árum

Maxine og Jake Young með fyrstu fimm börnin sín. Þá …
Maxine og Jake Young með fyrstu fimm börnin sín. Þá áttu fjórburarnir eftir að koma í heiminn.

Hjón í Pennsylvaniu í Bandaríkjunum sem hafði alltaf dreymt um að eignast börn fengu ósk sína uppfyllta og gott betur. Þau ættleiddu fjögur börn og eignuðust sjálf fimm börn, allt á síðustu þremur árum.

Hjónin Maxine og Jake Young voru viðmælendur í sjónvarpsþætti People á dögunum. Þar segja þau frá því hvernig 11 manna fjölskyldan þeirra varð til. Þau byrjuðu að skoða möguleika sína í júlí 2017, um ári eftir að þau gengu í það heilaga. 

„Þetta varð ekki eins og við höfðum gert ráð fyrir. Við stefndum ekki á að eiga svona stóra fjölskyldu. En það virðist bara hafa átt að verða svona,“ segir Maxine. 

Þau ættleiddu systkinin Aiden 8 ára, Parker 5 ára, Connor 5 ára og Elliott 3 ára. Þau eiga svo soninn Henry sem er tæplega 2 ára og fjórburana Theo, Silas Beck og Cecilia sem eru 8 vikna gömul. 

View this post on Instagram

To the precious little souls who made me a mama, Thank you. ❤️

A post shared by @ maxinelee_y on Dec 20, 2019 at 6:25pm PST

„Þegar ég var lítil vissi ég alltaf að ég vildi vera fósturmamma og ættleiða. Þegar ég varð eldri kynnti ég mér fósturbarnakerfið mjög vel og þá staðreynd að svo mörg börn vantar heimili. Þegar ég kynntist Jake ræddum við það og eftir að við giftum okkur fórum við að ræða það alvarlega,“ sagði Maxine. 

Þau kynntu sér málin vel og fóru á námskeið og í júlí 2017 fengu þau símtal um hvort þau gætu tekið þrjú systkini í fóstur. Upphaflega ætluðu þau bara að taka tvö börn en gátu ekki sagt nei við systkinunum kemur. Tæpum mánuði síðar fengu þau símtal um að fjórða systkinið lægi á gjörgæsludeild, svo þau ákváðu að taka hana líka í fóstur.

Sex mánuðum eftir að þau tóku börnin í fóstur komust þau að því að Maxine var ólétt að þeirra fyrsta líffræðilega barni. Þau voru mjög spennt því þau höfðu reynt að fara í tæknifrjóvgun en misst tvö fóstur. 

Nokkrum mánuðum áður en fyrsta barn þeirra, Henry, kom í heiminn fengu þau þær fréttir að þau gætu ættleitt systkinin tvö. Þau ákváðu að gera það.

Í vor komust þau svo að því að Maxine væri aftur ólétt og í þetta skiptið að þríburum. Eftir margar ferðir til læknisins kom svo í ljós að hún gekk ekki bara með þríbura heldur fjórbura. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert