Mömmuskömmin er raunveruleg

Eva Longoria á einn son.
Eva Longoria á einn son. mbl.is/AFP

Eva Longoria segist hafa komist að því til séu þeir sem láta mæðrum líða illa. Hún segist hafa upplifað mikla mömmuskömm á tímabili þegar hún var alltaf að bera sig saman við aðrar mæður. Longoria á einn son, Santiago, sem er tveggja ára.

„Maður bara finnur út úr þessu. En eitt er víst, til er fólk sem lætur manni líða illa fyrir að vera ekki nógu góð móðir,“ segir Longoria í hlaðvarpsþættinum Unqualified. 

„Ég vil aldrei vera sú manneskja sem segir t.d.: „Ég svæfi barnið klukkan sjö því rannsóknir sýna blabla ...“ Ég meina almáttugur! Gott hjá þér. Þú gerir það bara. Ég ætla aldrei að segja neinum hvernig á að vera foreldri. Ég er enginn sérfræðingur.“

mbl.is