Skrifar barnabók um mömmu sína

Audrey Hepburn
Audrey Hepburn

Sean Hepburn Ferrer hefur skrifað barnabók um mömmu sína, Audrey Hepburn. Bókin heitir Little Audrey's Daydream: The Life of Audrey Hepburn og fjallar um Hepburn unga að árum þegar hana dreymdi um að verða ballerína og síðar leikkona og mannréttindafrömuður þrátt fyrir myrkrið sem umkringdi hana í kringum seinni heimsstyrjöldina.

„Börn eru eins og dýr, og ég meina það á sem allra bestan hátt,“ segir Ferrer í viðtali við People. 

„Þau vita hvar sannleikurinn býr. Þau skynja það strax ef einhver er óheiðarlegur. Ég held að í dag, í heimi Kardashian, þá horfi þau á gömlu klassísku kvikmyndirnar og hugsi bara: vá, þessi var raunveruleg og sönn.“

Ferrer vonar að börn lesi bókina og læri mikilvægi þess að vera jákvæður sama hvað bjátar á í lífinu. 

„Þú verður að leyfa þér að dreyma og dreyma líka hvað sé best fyrir heildina. Mamma mín sagði oft að þegar erfiðleikar steðjuðu að og taka þyrfti erfiðar ákvarðanir ætti maður að taka sjálfan sig út úr jöfnunni. Ef maður gerir það sem er best fyrir einhvern annan eða allan hópinn verður ákvarðanatakan mun auðveldari.“

View this post on Instagram

A post shared by sean hepburn ferrer (@seanhepburnferrer) on Oct 3, 2020 at 10:48am PDT



Leikkonan Audrey Hepburn gekk að eiga Mel Ferrer 24. september …
Leikkonan Audrey Hepburn gekk að eiga Mel Ferrer 24. september árið 1954. Skjáskot Daily Mail
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert