Halldóra spilar Fortnite í fæðingarorlofinu

Halldóra Mogensen gengur með sitt annað barn en von er …
Halldóra Mogensen gengur með sitt annað barn en von er á því í heiminn í lok nóvember. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Píratinn Halldóra Mogensen er gestur hlaðvarpsþáttarins Arnarhóll. Í þættinum segir hún frá því að hún sé komin í fæðingarorlof og spili mikið í Playstation tölvu dóttur sinnar. 

„Ef ég á að vera alveg heiðarleg, þá er ég bara voða mikið í Playstation heima,“ segir hún í hlaðvarpsþættinum. 

„Upphaflega keypti ég Playstation fyrir dóttur mína, en svo endaði með því að ég var alveg húkt. Dóttir mín vildi endilega að ég downloadaði einhverjum leik sem heitir Fortnite en mér leist ekkert á þetta. Svo fór ég að spila hann sjálf og leikurinn er geggjaður,“ segir Halldóra sem á von á sínu öðru barni í lok nóvember. 

HÉR er hægt að hlusta á þáttinn í heild sinni. 

mbl.is