Sonurinn ekki spenntur fyrir bókunum

David Walliams
David Walliams Skjáskot/Instagram

David Walliams segir son sinn hafa takmarkaðan áhuga á bókunum sínum en Walliams er einn vinsælasti barnabókahöfundur heims. Þetta kom fram í breska spjallþættinum Lorraine.

Walliams sagðist oft prófa sögurnar á syninum, sem er sjö ára, en hann væri mjög áhugalítill um þær.

„Sonur minn er sjö ára sem þýðir að ég get prófað ýmsar sögur á honum, séstaklega hluti á borð við titla og því um líkt. Ég segi: „Finnst þér Code Name Bananas góður titill? Er það fyndið? Geturðu spurt vini þína hvað þeim finnst?““ segir Walliams.

„Svo spyr ég hvort hann vilji lesa bók eftir mig fyrir svefninn og hann hrópar bara „nei, nei“! En mér finnst gott að vera faðir. Ég vil ekki að hann þurfi að fara í sálfræðimeðferð þegar hann verður eldri því pabbi hans lét hann lesa allar bækurnar sínar og neitaði honum um að lesa eitthvað annað.“

View this post on Instagram

Ernie.

A post shared by David Walliams HQ (@dwalliams) on Nov 12, 2020 at 3:45am PST

mbl.is