Getur ekki hugsað sér kynlíf á meðgöngu

Söngkonan Meghan Trainor í fyrra. Hún er nú gengin sex …
Söngkonan Meghan Trainor í fyrra. Hún er nú gengin sex mánuði með sitt fyrsta barn. AFP

Poppstjarnan Meghan Trainor á von á sínu fyrsta barni með leikaranum Daryl Sabara. Trainor sagði í viðtali við Today að sig langaði ekki að stunda kynlíf með eiginmanni sínum á meðan hún væri ólétt. 

Grammy-verðlaunahafinn Trainor er komin sex mánuði á leið og verða hjónin að bíða eftir að stunda kynlíf aftur. 

„Kannski er það skrítið en andlega get ég ekki stundað kynlíf á meðan sonur okkar er á milli okkar,“ sagði hin 26 ára gamla Trainor. „Öll meðgöngusmáforritin mín segja að það sé mjög gott. En það eina sem ég get hugsað um er að það er lítill strákur í maganum á mér.“

Þrátt fyrir að kynlíf sé ekki á dagskrá er hjónaband Trainor og Spi Kids-leikarans afar gott. Trainor segist stundum hugsa um hvernig í fjandanum hún fann svona góðan mann. „Hann er svo góður. Hann er ótrúlegur,“ sagði Trainor. 

mbl.is