Prinsessan í konudragt á tíu ára afmælinu

Vincent prins og Jósefína prinsessa eru tíu ára,
Vincent prins og Jósefína prinsessa eru tíu ára, Ljósmynd/Danska konungsfjölskyldan

Konunglegu tvíburarnir Vincent prins og Jósefína prinsessa áttu tíu ára afmæli í gær, föstudag. Danska konungsfjölskyldan hélt upp á afmæli barnanna með því að gefa út nýjar myndir af þeim.

Tvíburarnir brostu í sparifötunum á myndunum. Var Vincent í skyrtu, svörtum buxum og lakkskóm en hin brosmilda Jósefína í konulegri buxnadragt. 

Tvíburarnir komu í heiminn hinn 8. janúar 2011 á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Klukkan 10:30 kom Vincent í heiminn og 26 mínútum seinna fæddist Jósefína. Fyrir eiga foreldrar þeirra, Friðrik krónprins og Mary krónprinsessa, soninn Kristján og dótturina Ísabellu. 

Vincent prins og Jósefína prinsessa.
Vincent prins og Jósefína prinsessa. Ljósmynd/Danska konungsfjölskyldan
mbl.is