Skilja þremur mánuðum eftir fæðingu sonarins

Letoya Luckett og Tommicus Walker eru skilin.
Letoya Luckett og Tommicus Walker eru skilin. Skjáskot/Instagram

Destiny's Child-stjarnan Letoya Luckett og eiginmaður hennar Tommicus Walker hafa ákveðið að skilja innan við fjórum mánuðum eftir að þau eignuðust son sinn Tyson. 

Luckett greindi frá skilnaðinum á instagram á mánudag. Þar sagði hún að þau hefðu íhugað skilnaðinn vel og stefndu á að deila forræði yfir börnum sínum. Walker deildi sömu tilkynningu á sínum reikningi. 

Tyson litli er annað barn foreldra sinna en fyrir eiga þau dótturina Giönnu, tveggja ára. 

Luckett og Walker gengu í það heilaga í desember árið 2017 og voru því gift í þrjú ár. 

mbl.is