Fær ekki forræði yfir fósturvísunum

Nick Loeb og Sofia Vergara þegar allt lék í lyndi.
Nick Loeb og Sofia Vergara þegar allt lék í lyndi. AFP

Máli kaupsýslumannsins Nicks Loebs gegn Modern Family-leikkonunni Sofiu Vergara var vísað frá í Louisiana í Bandaríkjunum á dögunum. Loeb krafðist þess að fá forræði yfir fósturvísum sem hann og Vergara létu frysta í tæknifrjóvgunarmeðferð árið 2013. 

Fyrrverandi parið hætti saman árið 2014 en Loeb hefur gert leikkonunni lífið leitt í nokkur ár með málaferlum. Áður en að Loeb fór í mál í Louisiana var málið tekið fyrir í Kaliforníu. Með málinu var Loeb sagður gera lítið úr dómstólum í Lousiana að því fram kemur á vef Page Six auk þess málið var sagt andstyggilegt.

Málið hófst í Kaliforníu þar sem fósturvísarnir voru frystir. Loeb fór með málið til Lousiana í von um að ríkið myndi viðurkenna lagalegan rétt fósturvísanna. Kaupsýslumaðurinn hélt því fram að hann væri með heimilisfesti í Lousiana. Það reyndist ekki rétt né að hann ætlaði sér að búa í ríkinu.

Loeb vill fá að nýta fóst­ur­vís­ana tvo með hjálp staðgöngumóður eins og stóð til í upp­hafi. Vill hann meina að líf hafi nú þegar kviknað. Sú ósk að eyða þeim jafn­gildi drápi. Parið fyrr­ver­andi und­ir­ritaði samn­ing sem meðal ann­ars fól í sér að fóst­ur­vís­arn­ir yrðu ekki notaðir án samþykk­is beggja. Mál í Kaliforníu er enn í gangi þar sem Vergara krefst þess að Loeb verði bannað að nýta fósturvísana án skriflegs samþykkis hennar eins og kom fram í samningi þeirra í upphafi. 

DANNY MOLOSHOK
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert