Gerð að kyntákni 12 ára gömul

Mara Wilson.
Mara Wilson. Ljósmynd/Gage Skidmore, Wikipedia

Fyrrverandi barnastjarnan Mara Wilson segir að hún hafi verið kyngerð af fjölmiðlum og almenningi þegar hún var ung að árum. Wilson skrifaði grein í New York Times þar sem hún stendur við bakið á tónlistarkonunni Britney Spears, en nýlega kom út heimildamynd um söngkonuna. Þar var fjallað um hvernig fjölmiðlar herjuðu á hana unga að aldri. 

Wilson er 33 ára í dag  en hún er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í Mrs. Doubtfire, Miracle on 34th Street og Matildu þegar hún var barn. 

Wilson segist hafa verið fótósjoppuð inn í barnaníðsefni áður en hún varð 12 ára gömul. Hún var spurð að því hvort hún ætti kærasta í viðtölum allt frá því hún var 6 ára gömul. 

„Það var krúttlegt þegar 10 ára krakkar sendu mér bréf og sögðust vera ástfangnir af mér. Það var ekki krúttlegt þegar fimmtugir karlmenn gerðu það,“ sagði Wilson. 

Hún segist hafa tekið meðvitaða ákvörðun um að fara ekki í stór forsíðuviðtöl snemma á ferlinum því hún hataði að láta kyngera sig í fjölmiðlum. 

„Hollywood hefur tekið á kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum. En ég var aldrei áreitt á tökustað. Ég var áreitt af fjölmiðlum og almenningi,“ sagði Wilson. 

Hún segist hafa geta speglað sig í mörgu í heimildarmyndinni um Spears. „Það voru gerðar dúkkur eftir okkur báðum, við áttum nána vini og kærasta sem deild leyndarmálum okkar og fullorðnir karlmenn gerðu athugasemdir um líkama okkar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert